Mánudagur 4. febrúar 2002
Undur og stórmerki
Mér tókst loksins að gera eitthvað af viti í skólanum – nefnilega að “downsampla” eitt stykki merki. “Downsampling” eða “niðursöfnun” er það þegar maður er með mælingar á einhverju merki, nema hvað að maður tók alltof margar mælingar. Niðursöfnun er það að fækka mælingunum án þess að klúðra merkinu sem maður er að vinna með. Það er nefnilega ekkert sniðugt að henda bara annarri hverri mælingu og láta þar við sitja því þá getur maður verið að hrúga alveg heilmiklum truflunum ofan á merkið og allt týnist og verður slæmt (gamla góða “aliasing” fyrir þá sem vita hvað það er). En sem sagt, til að niðursafna risamælingu í Matlab (reikniforrit) þarf að sía (“filtera”) það, og þar kemur inn alveg merkilegur eiginleiki “filter” í matlab… maður getur nefnilega sett inn upphafsskilyrði og fengið út endaskilyrði (sem fúnkera sem næstu upphafsskilyrði) og þá þarf maður ekki að týna merkinu í upphafi hverjar síunnar. Sem sagt – það varð allt gott! 🙂