Miðvikudagur 5. febrúar 2002
Lyf
Á mánudaginn síðasta fór ég í heimsókn til húðsjúkdómalæknis til að reyna nú í n-ta skiptið að ráða að niðurlögum unglingabólnanna minna (sem mér finnst þokkalega steikt að vera ennþá að burðast með, orðin næstum hálffimmtug!). Ég mætti á “klíníkina” og hitti þar ungan kvenlækni sem var nú ekki í frásögur færandi nema að hún skrifar niður lyf á lyfseðil sem ég fer síðan með í apótekið á kampus. Þá kemur í ljós hvað lyfjakerfið í Bandaríkjunum er snúið. Í ljós kemur að mín skólatrygging tryggir bara ákveðin lyf (og þá bara gelið en ekki kremið og svoleiðis bull), og fyrir þau lyf rukka þeir mig um $10 ef þetta er “generic” lyf en $25 fyrir “brand” lyf. Allt annað kostar heilmikið meira.
Í ljós kom að ungi kvenlæknirinn minn var ekki alveg kunnug skólatryggingunni eða skólaapótekinu því að tvennt af þrennu sem ég átti að fá var ekki tryggt… og þá voru góð ráð dýr. Sem betur fer var apóteksfólkið alveg með á hreinu hvað var hvað og þau stungu strax upp á “generic” og “brand” dóti sem ég gæti notað í staðinn – en því miður gat ég ekki bara fengið það – það þurfti að hringja í lækninn fyrst og fá hennar samþykki. Í dag (tveimur dögum síðar) var síðan hringt í mig frá apótekinu og mér tjáð að læknirinn hefði gefið grænt ljós á nýju lyfin þannig að ég get sótt þau á morgun. Gleði gleði… hehe
Hei og meðan ég man – ég sendi peninga með “wire transfer” til Íslands um daginn og það tók peningana bara einn dag að ferðast!! Ég var ekkert smá imponeruð enda hélt ég að þetta myndi taka miklu lengri tíma!