Sunnudagur 17. febrúar 2002
Another one bites the dust
Finnur þurfti að vinna í dag þannig að ég byrjaði daginn á Trading Spaces kasti. Það voru nefnilega sýndir 4 þættir í morgun sem ég hafði ekki séð og ég tók þá upp. Þegar ég var loksins komin með móral yfir því hvað mín eigin íbúð var í slæmu ásigkomulagi tók ég fram ryksuguna og tók eina yfirferð. Í kjölfarið fylgdu ýmis bráðnauðsynleg störf eins og fataþvottur og diskaþvottur áður en ég settist niður og fór að grúska í vefsíðunum okkar.
Við þurftum nefnilega að henda út heilu ári af myndum því að ég hafði ekki nógu mikið pláss á heimasvæðinu mínu. Núna er ég með mína eigin vef-vél þannig að ég hef fullt af plássi! 🙂 Af því tilefni tók ég inn myndirnar frá því í fyrra og setti upp á sér-vefsíður. Því miður ræður Trellix vef-forritið okkar bara við ca. 800 myndir svo að vel sé þannig að ég varð að brjóta upp safnið. Vonandi er það ekki of ruglandi. Á næstu dögum ætla ég síðan að reyna að koma smá skipulagi á óskipulagið og tengja þetta betur saman.
Fyrir þá sem hafa ekkert betra að gera þá eru síðurnar hér:
Árið 2000 – Árið 2001 fyrri hluti – Árið 2001 seinni hluti
Njótið! 🙂