Miðvikudagur 27. febrúar 2002
Ekki er nú öll vitleysan eins!
Fyrst af öllu, litli frændi minn, hann Óðinn hennar Huldu er eins árs í dag! Víhí!!
En þá að vitleysunni. Ég var að skrifa stutta lýsingu á hvernig ég og Kerri ætlum að leysa lokaverkefnið okkar í Radar-kúrsinum en verkefnið er svo út í hött og vitlaust að það hálfa væri nóg! Það snýst um að miða út farsímanotendur með því að nota radar – en til að gera lífið einfaldara þá eigum við að útiloka svokallaða “multipath” (það eru endurköst sem rugla móttökuna) – en “multipath” er einmitt það sem er að gera öllum lífið leitt. Við eigum líka að gera ráð fyrir því að veggir og annað slíkt skipti ekki máli. Sem sagt – við erum að hanna kerfi fyrir allt Bay Area þar sem Bay Area er malbikuð eyðimörk með sérstöku “óendurkastandi” malbiki – og sérstökum óendurkastandi fjöllum í kring!! Hmm… ætli það sé hægt að fá einkaleyfi á óendurkastandi malbiki?!?! 🙂