Sunnudagur 3. mars 2002
Sorg og gleði
Í dag klukkan hálf sex í morgun hringdi Eyrún systir hans Finns og tjáði okkur þær sorgarfréttir að Sigrún móðuramma Finns væri látin. Hún var fædd 1915 og því næstum 87 ára gömul. Hún lést úr lungnabólgu eftir að hafa verið rúmföst síðastliðin ár og dvalist á Skjóli. Ég sendi fjölskyldunni mínar samúðarkveðjur.
Á gleðilegri nótum var að í dag áttum við Finnur tveggja ára brúðkaupsafmæli! Finnur tók sig til og skipulagði óvissuferð fyrir mig og í ljós kom að hann hafði pantað borð á veitingastað upp í San Francisco og síðan fór hann með mig á Stomp! Sýningin var alveg meiriháttar skemmtileg og Finnur fékk marga plúsa í kladdann þar! 🙂 (ekki það að maður sé að telja!!) Ég er ekki frá því að hérna sé barasta komið túrista”attraction” þegar maður fær fólk í heimsókn!! Ég er amk til í að sjá þetta aftur! 🙂