Laugardagur 9. mars 2002
Stuð í Fremont
Eftir stutta viðdvöl í skóla og vinnu skruppum við Finnur til Guðrúnar og Snorra í Fremont (aðeins í hálftíma fjarlægð) og hlustuðum á stuðbandið ?!?! halda sína fyrstu generalprufu. Í bandinu eru margir af okkar góðkunningjum og þau eru að fara að spila á þorrablótinu sem verður haldið í San Fran núna á laugardaginn 16. mars. Þar sem ég er alls ekki viss um að komast á blótið þá var okkur Finni boðið á generalprufuna sem var bara alveg eðalfín! Ég má reyndar ekki segja hvað var spilað en það kom rosavel út! 🙂
Eftir að hafa dillað okkur við undirfagra tóna þá héldum við heim á leið og ég var mætt aftur í skólann klukkan 6 og dvaldi þar til klukkan 3 um nóttina. Mesta gleðiefni kvöldsins var að Augusto náði að redda xwindows fyrir mig á windows 2000 maskínuna mína þannig að núna get ég LaTex-að (skrifað skýrslur á formúlumáli) sem er svo miklu skemmtilegra en að word-ast. 🙂