Miðvikudagur 27. mars 2002
Bæbæ Evrópa, halló N-Ameríka
Er að fara að leggja af stað út á Heathrow flugvöll. Hef haft það gott. Heyri í ykkur seinna.
Komin “heim”
Jæja, er lent og ætla núna að halda mér vakandi til klukkan 5 í nótt að íslenskum og enskum tíma (9 um kvöld hér) til að koma sólarhringnum í samt lag aftur. Þá verð ég búin að vera vakandi í alls 23 tíma. Ekkert slor það!
Annars gekk flugið vel – merkilegt samt alltaf hvað 10 tímar eru rosalega lengi að líða. Hvernig lifði fólk þetta af áður en það kom útvarp og sjónvarp fyrir hvert sæti?!?!?! Mesta vesenið var hins vegar að komast í gegnum “US Immigration” eða passaskoðun. Það voru víst 6 vélar nýlentar þannig að það tók rúma klukkustund að ná að lúgunni!! Þegar ég var loksins búin að láta stimpla passann minn þá var búið að afferma færibandið með öllum töskunum þannig að ég þurfti síðan að ganga hringinn í kringum það til að finna töskuna mína.
En svo beið Finnur eftir mér þannig að allt var fyrirgefið. Mikið er nú gott að vera komin í hlýjuna aftur! 🙂