Mánudagur 22. apríl 2002
Lífið heldur áfram…
Í dag hafði við okkur samband Sigríður frá Fréttablaðinu og vildi fá að vita hvort hún mætti nota myndir frá okkur. Hún var þá búin að tala við Elsu og Þráinn og ætlaði að skrifa um þau sögu. Við samþykktum það auðvitað og sendum henni nokkrar myndir í betri upplausn en er að finna á vefnum. Síðan heyrðum við ekkert frá henni meir…
Um kvöldið buðu Elsa og Þráinn okkur í ís – sama ís og átti að bjóða okkur á laugardaginn var – og við þáðum það með þökkum. Við mættum um níuleytið og kíktum á litla Sigtrygg sem var alveg ofursætur! Hann var ennþá grannur eftir fæðinguna, en þar sem Elsa er farin að mjólka vel, þá á hann örugglega eftir að braggast fljótlega. 🙂 Finnur bjó til Toblerone súkkulaðisósu (namminamm) og Þráinn skar niður jarðaber og við átum yfir okkur af ís á meðan við ræddum allt þetta fæðingarstúss og aðra heima og geima.