Þriðjudagur 23. apríl 2002
Fréttablaðið
Greinin um Elsu og Þráinn birtist í Fréttablaðinu í dag. Greinin er á blaðsíðu 23 í blaðinu sem er hér. Þess má geta að dóttir þeirra Elsu og Þráins heitir Kristborg Sóley en ekki Kristbjörg Sóley…
Matlab urrrgh!
Ok, gærdagurinn hjá mér í vinnunni fór í að vinna með 8 mælingar. Hver mæling var í sinni möppu og ég kláraði eina möppu, afritaði allar matlab skrárnar yfir í næstu möppu og vann með þær þar. Nema hvað að ég þegar ég er búin með mælingu númer 8 þá kíki ég aftur á möppu númer eitt. Kemur þá ekki í ljós að í staðinn fyrir að afrita skrárnar, þá færði Matlab skrárnar, og því voru þær með öllu glataðar (ég gerði þetta copy/paste allt í skráarstjórnunarumhverfinu í Matlab 6). Nú kemur tvennt til greina… annað hvort er ég lesblind og ýtti i raun á “cut” sjö sinnum… eða þá að þeir Matlab smiðir hafa einhvern veginn klúðrað virkninni í “copy” takkanum…
En það breytir því hins vegar ekki að ég varð að endurgera allt dótið í dag – og í þetta sinn notaði ég ekki Matlab til að gera copy/paste!
Til að halda áfram harmakveini mínu þá þurfti ég að sitja í gegnum rúma tvo klukkutíma af alveg hörmulega leiðinlegum fyrirlestri í herbergi með engri loftræstingu (það var rosaleg gott veður í gær) og var næstum sofnuð og dottin af stólunum mínum! En sem betur fer var ókeypis matur á boðstólnum þegar ég kom aftur í Packard, þannig að það bjargaði því sem bjargað varð! Ætli það sé bara ekki komið í mig spennufall eftir æsing helgarinnar?… 🙂