Laugardagur 27. apríl 2002
Snipp snipp…
Fyrri hluti dagsins hjá mér fór í að setja myndir af fæðingu Sigtryggs inn í albúm fyrir Elsu og Þráinn. Einhverra hluta vegna er svo gott sem ómögulegt að fá svona venjuleg “vasaalbúm” fyrir myndir sem eru 5×8 tommur (13×20 cm) þannig að ég keypti svona gamaldags albúm með límblöðum og plastfilmu sem fer yfir (það er algjört “möst” að eiga reglustiku eða nógu stórar bækur til að “díla” við plastið). Ég hef reyndar heyrt að þau endist illa, en það stóð stórum stöfum “archival” og “no-acid” utan á því þannig að ég tók sénsinn.
Finnur var á meðan í vinnunni enda komið að enn einni útgáfudagsetningunni.
Síðan fórum við og ætluðum að dömpa Kerri í vatnstank, en fundum ekki “karnívalið” og enduðum heima hjá Elsu og Þráni í staðinn og afhentum þeim myndaalbúmið og eina myndina stækkaða í ramma. Ég held að þeim hafi bara líkað vel! 🙂 Sigtryggur svaf allan tímann og hann er algjör dúlli! 🙂
Um kvöldmatarleytið vorum við komin heim eftir að hafa farið í CostCo og Safeway að versla – og ég rétt náði að elda áður en Taly og Augusto komu í heimsókn um hálfníu leytið. Við stelpurnar röbbuðum á meðan Augusto og Finnur misnotuðu “blenderinn” okkar og bjuggu til “milkshake” með jarðaberjum og bönunum. Hann var merkilega góður bara! Síðan fór Taly en við spiluðum enskt Scabble við Augusto til tvö um nóttina. Merkilegt nokk þá fór Finnur með sigur af hólmi, og ég rétt tapaði fyrir Augusto með 5 stigum. Svekkur fyrir mig!