2002-05-05Uncategorized Standard
Sunnudagur 5. maí 2002
Kæruleysi
Eina miðsvetrarprófið mitt er á morgun, í radarkúrsinum. Ég held hins vegar að ég sé að komast yfir skólapúkann í mér því ég er ekki byrjuð að læra neitt ennþá og klukkan er að ganga fjögur… Það sem er svoldið “neat” við að vera í framhaldsnámi er að einkunnir skipta víst litlu máli, núna er það “Ritgerðin” sem skiptir máli… en ég er ekkert byrjuð á henni! Reyndar þarf maður að halda ákveðinni meðaleinkunn, en maður vonar að það verði ekki til mikilla vandræða… Jæja, best að setjast niður og læra!! (Já en, já en… það er ÓGEÐSLEGA gott veður úti!!) uuurrrg!