Mánudagur 6. maí 2002
Ritvilla
Þegar ég skilaði inn miðsvetrarprófinu mínu í dag spurði prófessorinn hvort ég hefði tekið eftir ritvillunni í fyrstu spurningunni…?! Ég hristi hausinn og sagðist bara hafa notað tölurnar sem stóðu (ein þeirra var í millísekúndum en ekki míkrósekúndum) þannig að allar tölurnar mínar voru skrítnar. Það verður því fróðlegt að sjá hvað maður fær út úr þessu prófi!!
DVD spilarinn okkar verður heimsborgari
Í gær dröslaðist ég loksins til að búa til þrjá hakk-geisladiska (Region 0,1,2) fyrir DVD spilarann okkar. Með þeim getum við breytt “region” stillingunni á DVD spilaranum okkar og þar með spilað DVD diska frá öllum heiminum! 🙂 Þetta er eitthvert snilldarlegasta “hakk” sem ég hef séð í þessum bransa, yfirleitt þarf að fikta í sjálfum búnaðinum eða gera eitthvað svakalegt sem gjörsamlega ógildir ábyrgðina.