Fimmtudagur 13. júní 2002
Fólk fer
Í dag kvöddum við Taly og Augusto sem fara bæði í burtu á morgun til að njóta sumarsins annars staðar en hér. Í tilefni af því fórum við út að borða með Augusto og fleirum og síðan fórum við öll heim til Taly sem var að pakka á fullu og hafði ekki tíma til að koma og borða með okkur.
Annars var ég nokkuð dugleg í dag, ætti að ná að klára að endurskrifa &!%&!/” skýrsluna á morgun. Stóð líka við stóru orðin og hjólaði í skólann – og komst að því að hjólið þarf heldur betur á “tjúning” og smurningu að halda. Ég fór því á hjólaviðgerðastaðinn og gæinn sagði mér að koma aftur á morgun og að hjólið yrði tilbúið samdægurs… Við sjáum hvernig það fer.
Nú sit ég inni í svefnherbergi og velti fyrir mér tilgangi lífsins á meðan Finnur og Fayaz sitja æstir yfir Mexíkó-Ítalíu á vídeói. Kannski að ég líti í bók? 🙂