Mánudagur 22. júlí 2002
Rútínan fer í gang
Mætti í skólann/vinnuna í morgun og byrjaði á því að breyta geisladiskunum sem ég keypti úti á mp3 form… Það tók alveg dágóðan tíma og einnig hádegismaturinn með stelpunum… Síðan fór ég að stússast í því að borga húsaleiguna og leigu á skáp í leikfimihúsinu… og þar með var klukkan orðin hálf fimm og ég fór heim! Þegar heim var komið meikaði ég tvö eintök af “Entertainment Weekly” blaðinu sem ég er áskrifandi að og síðan skreið ég upp í rúm tæplega sjö og sofnaði. Ég bjóst nefnilega við því að Finnur kæmi heim hvað og hverju… en ó nei, hann kom ekki fyrr en rúmlega níu úr vinnunni!
Ég hálf náði meðvitund, skreið fram úr, háttaði mig, las frétt á NYTimes um að lág-fitu mataræði virki ekki og að lág-kolvetnismataræði er líklega betra (ég er sammála!) og fór síðan að lúlla klukkan 11 um kvöldið… en mér hefndist heldur betur fyrir svefnlúrinn um kvöldmatarleytið, því klukkan 5 um morguninn þá var ég vöknuð! grrrrr!!