Föstudagur 16. ágúst 2002
Jei, föstudagur!
Ég byrjaði daginn vel, hjólaði í skólann og lyfti smá í áður en ég fór í sturtu. Mætti því um 10 í vinnuna og datt strax í vefgildruna (a.k.a. cnn, bbc, mbl, slashdot, nytimes, dagbækur, kvikmyndir o.s.frv…) og kom litlu sem engu í verk. Afrekaði reyndar að fá undirskrift frá proffanum mínum upp á að ég verði Research Assistant aftur næsta skólaár – ekki það að það væri nauðsynlegt að fá það afgreitt strax, heldur sá ég að ég skuldaði Stanford 11 þúsund dollara (tæpa 1 milljón króna) fyrir bara næsta misseri og fékk áfall. Þar sem RA dótið borgar skólagjöldin (6 þúsund) skulda ég núna bara tæpa hálfa milljón í húsaleigu og heilsutryggingu… 🙂
Annars ætlum við að borða á Amarin í kvöld og svo verður bara að koma í ljós hvað gerist svo. Kannski að “Settlers” verði prófað á Loga litla…? 🙂