Heim í heiðardalinn
2010-04-02Uncategorized Standard
Þar með er fyrsti apríl horfinn á braut og því ekkert því til fyrirstöðu að láta heiminn vita að ég var að samþykkja atvinnutilboð við HÍ næsta haust! Jamm, við erum á leiðinni heim í heiðardalinn eftir rétt tæpan áratug í burtu. Áætluð lending heima verður líklega seinni part júní, og þá hefst þrautargangan mikla að finna húsnæði og koma krökkunum í skóla o.s.frv. Mesta kvölin verður samt líklega finna flutningsaðila sem kosta ekki mikið meira en morð fjár, svo að henda/gefa/selja því sem þarf að henda/gefa/selja, svo ekki sé minnst á að pakka öllu draslinu niður í kassa. Mig hryllir við að díla við tollaskýrslur, þær verða væntanlega martraðarmatur næstu vikurnar. Svo er það stóra spurninginn, eigum við að flytja heim bíl?!