Laugardagur 17. ágúst 2002
Augnskoðun
Byrjaði daginn á því að fara í augnskoðun, mína fyrstu í rúmlega tvö ár. Ég átti tíma klukkan 11 um morguninn svo við vorum komin nokkuð snemma á fætur. Augnskoðunin gekk vel, ég er með -3,75 á vinstra auga og -3,25 á því hægra – en það var ekki aðalfjörið. Aðalfjörið kom alveg í lokin en þá setti konan dropa í augun á mér sem þenja út sjáöldrin/lithimnuna svo hún gæti skoðað augnbotninn betur. Gallinn við þessa útþenslu er að sjáöldrin dragast ekki saman fyrr en eftir nokkra klukkutíma, þannig að þá var bara að setja upp sólgleraugun og láta Finn keyra! 🙂 Skondið að vera með svona svört augu! 🙂
Við vorum því ekkert mikið á flakkinu í dag… í staðinn þvoðum við þvott og svo horfðum við á The Sixth Sense og byrjunina á The Matrix á DVD áður en við fórum í heimsókn til Guðrúnar og Snorra í Fremont klukkan rúmlega átta um kvöldið. Þar spiluðum við Settlers fram á nótt (gaman, gaman!!) og svo komum við við hjá Krispy Kremes á bakaleiðinni og kláruðum (err…ég kláraði, Finnur sofnaði) að horfa á Matrix.
P.s. Þórarinn pabbi Finns á afmæli í dag! 🙂 Til hamingju með afmælið! 🙂