Miðvikudagur 18. ágúst 2002
Sjónvarpið snýr aftur
Jippííjei! Vetrar-sjónvarpsdagskráin er opinberlega hafin því í kvöld horfðum við á alveg splúnkunýjan þátt af Star Trek Enterprise – og í næstu viku byrja Buffy, West Wing, Friends og fleiri… Sem sagt, það verður ekki lesin ein einasta bók (sem er það sem maður gerir þegar það er ekkert í sjónvarpinu) fyrr en næsta sumar… ja, eða þegar þeir taka sér hlé eins og þeir gera svo oft. Fyrir þá sem ekki vita þá er sjónvarpið í Bandaríkjunum algert Twilight Zone… Þeir byrja að sýna nýja þætti í lok september/byjun október… og sýna yfirleitt nýja þætti út nóvember (þá er “sweeps númer 1″… en “sweeps” er þegar áhorfendafjöldinn er mældur – og auglýsingaverðskráin ákvörðuð fyrir hvern þátt). Síðan heyrir til undantekninga að það séu sýndir nýir þættir fyrr en í lok janúar, en “sweeps númer 2” er í febrúar. Um miðjan mars/apríl er lítið um nýja þætti – en síðasta “sweepsið” er í apríl/maí – og þá klára þeir þáttaraðirnar fyrir það “season”.
Þegar þeir sýna ekki nýja þætti þá annað hvort endurtaka þeir gamla þætti eða þeir prófa að endursýna aðra þætti á þeim tíma til að sjá hvernig þeir standa sig í því “timeslotti”… Það getur sem sagt gert venjulega mannesku gráhærða að reyna að fylgjast með þessu – svo ekki sé minnst á allar ógeðslegu auglýsingarnar…. #hrollur#…