Miðvikudagur 24. september 2002
Skóladagur #1
Stundataflan mín verður (líklega) eftirfarandi: Tímar frá 9 til 11 mánudags-, miðvikudags- og föstudagsmorgnum, jóga á þriðjudags- og fimmtudagsmorgnum, hádegisfundur á miðvikudögum, seminar klukkan 4 á miðvikudögum og hópfundur klukkan 3 á fimmtudögum. Þetta þýðir sem sagt að ég er frjáls sem fuglinn eftir hádegi á mán, þri og fös, sem er líklega barasta fínt! 🙂 Ég verð svo búin í prófum þann 9. desember, sem er óvenju snemma, og einstaklega pirrandi ef tekið er tillit til þess að við Finnur förum ekki fet um jólin sökum þess að hann á ekkert sumarfrí eftir… En jólafríið mitt verður sem sagt alveg súperdúper langt – og engin kvöl til að hafa áhyggjur af! 🙂
Annars byrjaði Buffy í gær – ohh… the mental pleasure! 🙂 Og í kvöld rústaði ég Finni, Augusto og Fayaz í Söfarer, þ.e. Settlers á sjó. Og þá meina ég RÚSTAÐI!! 🙂 🙂