Fimmtudagur 17. október 2002
“Confined water dive #3” lokið
Fórum í dag í sundlaugina í þriðja sinn – og í þetta sinn í fullum skrúða, þ.e. líka með hettu og hanska, sem við höfum ekki gert áður. Það gekk ágætlega nema hvað það er erfiðara að losa um eyrnaþrýsting með hettuna á og maður er hálf heyrnarlaus ofansjávar. Eftir að við höfðum klárað að taka af okkur lóðin og vestið á yfirborðinu og á botninum þá svömluðum við um. Svona í lokin þá tókst mér líka að synda niður á botn (um 4 metra) bara í blautbúningi og með blöðkur og grímu, en engin lóð eða tank. Kennarinn var nú bara nokkuð “imponeraður” því þetta er ekki alveg það auðveldasta sem maður gerir, því maður flýtur eins og korkur í blautbúningi – eins og ég fékk að reyna á leiðinni upp aftur!! Vússshhj! 🙂
En núna er sem sagt allt til reiðu fyrir sjávarferðina á laugardaginn, og svo aftur á sunnudaginn! 🙂