Fimmtudagur 19. desember 2002
Hringadróttinssaga heldur áfram
Eftir Goldmember horfði ég á Föruneyti hringsins (Fellowship of the Ring) á DVD og mætti því heldur betur undirbúin á Tveggja turna tal (The Two Towers) í kvöld. Við mættum tæpum tveimur klst áður en myndin byrjaði sem var gott því það voru bara svona 30 manns komin í biðröð á undan okkur. Hálftíma fyrir sýningu var byrjað að hleypa inn í salinn og þá var röðin orðin súperlöng! Við fengum góð sæti fyrir miðjum sal, svoldið aftarlega samt, og biðum eftir að myndin byrjaði. Hálftíma síðar hófst ævintýrið og það verður að segjast að ég er gjörsamlega ástfangin af Mið-Jörð hans Peter Jackson. Myndin var frábær!! Æðisleg!! Betri!! 🙂
Það skal reyndar viðurkennast að ég var smá pirruð út í sumar breytingarnar sem gerðar voru á sögunni, en ég er viss um að þegar ég sé myndina aftur (sem ætti að verða nokkuð fljótlega) og svo aftur (svoldið seinna) þá fari mér að líka betur og betur við þessa útgáfu.
Það var nokkuð skrítið að vakna í nótt, eftir að hafa séð myndina, við þrumuveður úti og sjá ekkert nema illilega Uruk-Hai orka í hausnum á sér…