Sunnudagur 22. desember 2002
Langur dagur…
Á einhvern óskiljanlegan hátt fékk Finnur mig til að skríða á lappir klukkan 7:20 í morgun til að keyra í kortér inn í Studio City og horfa á Liverpool-Everton leikinn með honum á svona “enskum pub”!!! Leikurinn byrjaði sem sagt klukkan 08:00 á okkar tíma (eða 16:00 að enskum tíma) og þar sem hann var hvergi að finna á gervihnattarrásunum sem Gunnhildur og Jón eru með, þá kom ekkert annað til greina en að eyða morgninum inni á krá með slatta af öðrum vansvefta fótboltaáhangendum – og til að Finnur myndi ekki villast samþykkti ég að fara með(!!!). Leikurinn var nú samt ágætur, dómarinn sá ekki tvö stóralvarleg brot framin af Liverpool, og leikurinn endaði í jafntefli. Þess á milli að ég horfði á leikinn las ég örlítið í Höfundi Íslands, sem er jólabók frá því í fyrra sem ég er loksins farin að kíkja í og líkar vel.
Þegar heim var komið las ég smá meira og steinsofnaði svo í sófanum á meðan fjölskyldan fór í jólagjafainnkaup og Finnur vann á lappanum sínum.
Í kvöld fórum við svo með Jóni og Orra á The Two Towers (já, skipti #2 fyrir okkur Finn) og í þetta sinn notaði ég ókeypis bíómiðann sem kom með Extended Edition af FOTR og sparaði okkur þar með $9.25… 🙂 Myndin var frábær eins og í fyrra skiptið! Ég datt algjörlega inn í Miðheim og langaði ekkert út úr bíóinu þegar “Director Peter Jackson” birtist… Urr… Heilt ár í síðustu myndina… Urr urr!!