Laugardagur 28. desember 2002
Pappírsfjallið sigrað!
Í gær eyddi ég rúmri klukkustund í að “shredda” allar kreditkortaumsóknirnar og önnur betlibréf sem hafa safnast fyrir hjá okkur síðan í september… og í dag fóru einhverjir klukkutímar í að setja allt pappírskyns sem ekki átti að “shredda” á sinn stað í möppur – en sú hrúga var líka síðan í september. Þar sem ég er skipulagsfrík þá notaði ég tækifærið og endurskipulagði bókhaldið smá, skipti “banka og trygginga”möppunni í tvær möppur því hin var full, og þar fram eftir götunum. Síðan þurfti auðvitað að prenta út nýja kjalarmiða á nýja skipulagið… 🙂
En þar með var ekki öllu lokið því bókahillan fékk líka yfirhalningu, hillur voru færðar til og núna eru bara tvær bækur sem liggja ofan á hinum bókunum, í staðinn fyrir að hvert lítið gat sé notað til að geyma bækurnar láréttar… Síðan setti ég myndir sem ég fékk frá fjölskyldunni um jólin í ramma (myndir af ömmu og afa þegar þau voru ung) og að lokum hentum við upp fjórum nýjum myndasíðum á myndadagbókina!
Púff… hvenær byrjar þetta jólafrí eiginlega?! 🙂