Mánudagur 17. febrúar 2003
Ferð í Fry’s
Á laugardaginn fórum við í Fry’s og keyptum 180 GB harðan disk í vinnu/vef-tölvuna mína sem kemur til með að kosta $203 dollara ef “rebatinn” upp á $100 skilar sér. Ekki slæmt verð það… 🙂 Síðan fórum við Finnur á skrifstofuna mína og stálum tölvunni minni og fórum með hana heim til að krukka smá í greyinu. Það er sem sagt ástæðan fyrir því að vefurinn er búinn að vera niðri alla helgina. Finnur hetja setti nýja diskinn í og svo nýtt stýrikerfi (Win XP) ásamt því að byrja að setja allan hugbúnaðinn upp aftur. Gaman gaman! Um kvöldið var síðan matarboð hjá Linscott og það var algjör lúxusmatur á borðum þar! 🙂
Eru kastalar í Kaliforníu?
Ó, já – í Kaliforníu er kastali einn sem nefnist Hearst Castle – og þangað lá leiðin á sunnudeginum. Það tók þrjá tíma að keyra hvora leið, en það var þess virði. “Kastalinn” er safn af stærðarinnar húsum með ógrynni af herbergjum sem William Randall Hearst byrjaði að byggja um 1920 í raun til að hýsa alla safngripina sína frá miðöldum Evrópu. Sumt var ótrúlega flott – en annað hreinlega “bizarre”… Við tókum slatta af myndum og þær birtast vonandi á vefnum innan skamms.
Tölvan – seinni partur
Kláruðum að dútla við tölvuna og færðum hana á sinn stað og nettengdum. Núna líður henni svo miklu betur… (vonum við)! 🙂