Föstudagur 21. febrúar 2003
Community Service
Í dag gerði ég ekkert, en samt fullt. Þegar ég mætti beið nefnilega póstur frá einum prófessornum (þessum sem sér um EE vefinn) um að ef ég vildi taka mér skrúfjárn í hönd þá gæti ég sett saman heila tölvu með dóti sem hann ætti… og þannig glatt hana Söruh litlu sem hingað til hefur ekki haft neina tölvu á skrifborðinu sínu í skólanum (prófessorinn hennar er nískupúki). Ég auðvitað gat ekki sagt nei, klambraði saman tölvunni (vantaði harðan disk, vídeókort, netkort og minni) og skutlaði inn á skrifstofu til Söruh. Þegar hún mætti síðan í skólann rúmlega ellefu þá gapti hún af undrun og gleði… og síðan eyddum við restinni af deginum í að setja upp vélina hennar, uppfæra dót og ná í forrit af öllum stærðum og gerðum. Holy crap hvað maður þarf að ná í mikið af uppfærslum fyrir Windows 2000!!!
En núna er hún sem sagt komin með tölvu (enga súpertölvu, en hún dugar) á skrifstofunni. En ekki nóg með það, heldur var hún einmitt búin að samþykkja kaup á annarri tölvu fyrir sjálfa sig (heima) og sú tölva kom núna í kvöld. Sú tölva er talsvert betri en skrifstofutölvan og ég skildi Augusto eftir hjá henni núna áðan og þau eru að setja upp þá tölvu í þessum skrifuðum orðum! Svona eru nú sumir dagar undarlegir! 🙂