Fimmtudagur 27. febrúar 2003
Maður er bara næstum klökkur…
Eins og flestir ættu að vita núna þá eru þeir að hætta framleiðslu á Buffy the Vampire Slayer… og ég er bara hálf sorgmædd yfir því! Það er svona eins og maður sé að fara að kveðja gamlan vin sem er flytja til Tíbet eða Afríku þar sem enginn á síma og maður veit að maður á aldrei eftir að heyra frá viðkomandi… 🙁 Nú vonar maður bara að þeir komi með eitthvað gott “spin-off” og/eða að Angel haldi áfram göngu sinni og einhverjir úr Buffy flytjist í þann þátt! 🙂
Annars kenni ég Nökkva litla bróðir algjörlega um að hafa kynnt mig fyrir Buffy-heimi… hann tók þetta upp á stöð 2, og horfði svo á aftur og aftur – einkum og sér í lagi þegar ég kom í heimsókn þarna árið (1999-2000) sem ég var að vinna hjá Landssímanum og átti mér líf eftir klukkan fimm á daginn… Oh! Those were the days!! 🙂 Þá var hann einmitt að horfa á seríu 2 sem síðan fór yfir í seríu 3 og skratti voru það nú góðir árgangar af Buffy! 🙂
En sem sagt, núna er held ég að það séu bara 5-6 þættir eftir allt í allt… snökt, snökt…