Mánudagur 10. mars 2003
Víííí…
Í gær komum við heim eftir skíðaferð til Heavenly fjallsins við Lake Tahoe, sem er á mörkum Nevada fylkis og Californíu fylkis, norð-austan við okkur. Ferðin var rosagóð, traffíkin uppeftir á föstudeginum var allt í lagi, veðrið og færið á laugardeginum var guðdómlegt, og svo lögðum við nógu snemma af stað heim til að traffíkin væri góð… 🙂
Ég var búin að bíta það í mig að ég skyldi læra eitthvað nýtt, annað hvort betur á venjuleg skíði (ég kann bara að skíða í hröðum plóg) eða á snjóbretti. Þegar á staðinn var komið kom í ljós að þeir voru ekki með nein námskeið í “samhliða-skíðun” svo ég skráði mig bara á 2ja tíma námskeið á snjóbretti. Finnur fór hins vegar með öllum hópnum upp fjallið á skíðum og kom ekki niður fyrr en lyfturnar lokuðu klukkan 4 um daginn…
Skíðabrettaiðkun mín var svona allt í lagi… Eftir námskeiðið (þar sem við lærðum nokkurn veginn að beygja, og líka sökkva jafnfætis niður brekkuna með andlitið fram á við), fór ég upp og niður brekkuna fimm sinnum, og held að allt í allt hafi ég líklega hrunið niður 20-30 sinnum þennan dag… Næst (ef ég fer aftur á snjóbrettið) þá ætla ég að reyna að vera ævintýragjarnari (minni skræfa) og reyna að læra betur á þetta…
Á meðan að ég var að basla við brettið fór Finnur út um allt fjall og tók myndir sem vonandi komast á netið einhvern tímann… Nú þarf ég hins vegar að snúa mér að lokaverkefni sem skila skal klukkan 4 á föstudaginn næsta… yeah right! 🙂