Mánudagur 7. apríl 2003
Fönkí leikfimi
Ég fór í dag ásamt Erin í fyrsta Pilates II leikfimi tímann okkar… ever! Við höfum reyndar hvorug farið í Pilates eitt-eða-neitt áður en allir hinir tímarnir voru uppbókaðir svo við skelltum okkur bara á framhaldskúrsinn… 🙂 Kemur í ljós að tíminn er þannig að maður liggur á plast-sívalingi og lyftir hinum ýmsu skönkum og reynir að detta ekki af plast-stykkinu um leið… Fremur snúið og eftir tímann kann ég afskaplega vel að meta hina “flötu jörð”!! En þetta var bara fínt samt og alltaf gaman að læra eitthvað nýtt!! 🙂
Svo setti ég loksins myndir frá Evrópuferðinni á netið – en samt bara fyrsta skammt! Þetta vonandi mjatlast inn á næstu dögum, þ.e. ef maður fer að asnast til að fara heim á skikkanlegum tíma, en ekki klukkan rúmlega átta eins og í dag. Þetta vesen með að breyta klukkunni og láta sólina lýsa lengur er alveg búið að rugla heimferðartímann minn!!