Föstudagur 2. maí 2003
X-men dagur!
Hvað varð af fimmtudeginum?!?! Kláraði loksins ógeðsleg heimadæmi – sem hefðu ekki verið svo slæm ef það hefði dugað að gera bara það sem er kennt í kúrsinum – en svo var alltaf einhver auka “comment on your results” klausa sem tók langt mestan tíma… grr…
En nú er það búið, og ég get farið að slaka á… Planið seinna í dag er að fara með Söruh og stelpnagenginu að kaupa föt (aðallega á Söruh sem hefur líklega ekki eignast ný föt í einhver ár og klæðir sig í þokkabót eins og hreinræktaður Bandaríkjamaður, sem er eiginlega ekki hrós), og síðar í kvöld eigum við miða á X-men 2!! 🙂 Yay!! 🙂
Nú er það bara …. anda inn… anda frá… anda inn… anda frá… 🙂
Veðurómynd
Bara svo það fari ekki á milli mála, þá er ekki alltaf gott veður í Kaliforníu. Við erum búin að vera að reyna að halda trúlofunar-BBQ fyrir Kerri og John síðan sunnudaginn 13. apríl en það er búið að rigna meira og minna síðan þá. Við erum sem sagt búin að bíða svo lengi að núna verður trúlofunar-BBQ-ið tvöfalt því Ana og Roberto voru að trúlofa sig um daginn!!! 🙂 Og já, að sjálfssögðu er grenjandi rigning akkúrat núna.