2003-05-24Uncategorized Standard
Laugardagur 24. maí 2003
ADSL tenging við umheiminn rokkar…
… sérstaklega þegar Eurovision er haldið! 🙂 Við horfðum sem sagt á alla útsendinguna í gegnum vefinn og skemmtum okkur bara vel! 🙂 Á meðan vorum við með MSN glugga opna til Hollu og Óla í Danmörku (þau voru reyndar nokkrum sekúndum á undan (því þau horfðu á þetta í danska sjónvarpinu), sem var algjört svindl þegar kom að stigagjöfinni) og Sarah vinkona sat líka í gegnum byrjunina og lokin á lögunum og svo alla stigagjöfina – allt á MSN. 🙂
Annars er þetta bara rólegheitadagur, 19 stiga hiti úti og smáskýjað, og spurning hvað maður gerir við sig núna þegar Eurovision er búið – en klukkan er bara rétt að verða fjögur eftir hádegi!!!?! 🙂