Fimmtudagur 19. júní 2003
Búin að kaupa farmiða heim!
Já, við ákváðum gera út um þetta “hvenær förum við heim í sumar” dæmi í gær, og keyptum miða í gegnum Minneapolis til Íslands. Reyndar er skiptitíminn í Minneapolis á leiðinni út bara klst og kortér, en það reddast vonandi… 🙂 Við lendum sem sagt á landinu helga (og væntanlega vota) þann 9. ágúst, og verðum í faðmi fjölskyldunnar til 30. ágúst, sem gera 3 vikur í sumarfrí á Íslandi. Það er vonandi nógu langur tími til að maður nái að sjá sem flesta, án þess þó að vera eins og þeytituska með alla 24 tímana skipulagða fyrir fram um marga daga.
Lífið annars bara gengur, ég er búin að vera að gaufast við að skilja ákveðið c forrit sem talar við forrit á vélamáli (assembler) og mikið verð ég nú að mæla með því að eiga tölvunarfræðing að maka þegar svo er! 🙂