Mánudagur 23. júní 2003
Ljúfa lífið
Það er nú frekar ljúft að vera í “sumarfríi” frá skólanum. Engin áhyggjuköst á kvöldin vegna ókláraðra heimadæma eða þetta stanslausa samviskubit yfir því að vera ekki að gera eitthvað “af viti” til að klára heimadæmin… 🙂 Helgin leið því ljúflega, á laugardagskvöld hélt Augusto alveg svakalega vel heppnað pizzupartý, þar sem síðustu hræðurnar skakklöppuðust heim um 02:15… og í gær (og reyndar daginn áður) þá vorum við Finnur í SimCity 4 og reyndum að fá þessa Sims til að hegða sér og borga nógu mikla skatta til að borgarsjóður væri ekki stanslaust að blæða peningum… hægara sagt en gert!! 🙂
Og jú, svo var smá prjónað – en ekki mikið. Það gæti tekið góða stund að klára þessar 2 ermar sem eru eftir…ahemm!
Í dag ætla ég að rölta upp að “The Big Dish” (45 mín hvora leið) og reyna að fá smá dót í gang þar. Það skal takast í þessari viku – því annars erum við (ég og leiðbeinandinn) ekki í góðum málum!