Miðvikudagur 25. júní 2003
Framfarir
Jæja, núna er dótið fyrir leiðbeinandann farið að virka að miklum hluta til, þökk sé aðallega honum Finni mínum, c++ forritara exraordinaire! 🙂 Við sem sagt lágum uppi í rúmi í gærkvöldið með fartölvuna, sem var remote-logguð inn á aðra vél (við sáum skjáinn á henni og gátum unnið á honum) og hann forritaði og ég var “technical consultant” og sagði honum hvað væri í gangi og hvað vantaði upp á… 🙂
Ég ætti nú kannski að útskýra hvað er í gangi fyrst… Svo er mál með vexti að Nasa/JPL vill nota “The Big Dish” (46 m útvarpssjónauki, sem leiðbeinandinn minn hefur m.a. umsjón yfir) til að tala við geimfar sem er á leiðinni til Mars “as I type”… 🙂 Þessi prófun á að fara fram næsta mánudag, og móttökukerfið á diskinum var ekki uppsett til að ráða við þessi samskipti svo vel væri. Það hefði svo sem ekki verið mikið vandamál fyrir mig, nema hvað að gæinn sem setti saman móttökukerfið þurfti að fara til Íran núna fyrir tæpum tveimur vikum síðan, því pabbi hans er með krabbamein… 🙁 Þannig að ég bauð fram aðstoð mína (og Finns) og núna virðist þetta ætla að hafast… Sjúkkhett! 🙂
Það kannski bætir upp fyrir það að ég gleymdi að fá leyfi hjá leiðbeinandanum áður en við keyptum okkur flugmiða heim í 3 vikur… ahemm…