Laugardagur 28. júní 2003
Gone completely Potty…
Jæja, komum heim að loknu afmælis- og útskriftarpartýi hjá Soffíu & Co klukkan 23 í gær og ég fór beint að lesa Harry Potter 5. Ætlaði nú bara að lesa þar til að ég yrði syfjuð, sem gerðist ekki fyrr en klukkan 07:40 í morgun (!!!), en þá lúllaði ég til hádegis og tók svo aftur til við lesturinn. Bókina kláraði ég svo núna áðan klukkan þrjú og á meðan sat Finnur og gerði fingraleikfimi (forritaði) á fartölvuna. Leikfimin fólst aðallega í því að uppfæra kommenta-kerfið sem fór aðeins úr skorðum við uppfæringuna á Blogger, m.a. bætti hann inn nýjustu ummælunum á forsíðuna og virkjaði emoticons.
Bókin var góð (rosalega dökk og drungaleg samt, en mér þótti vænt um að sjá Harry Potter sem skapóstöðugan ungling, enda jafnaðargeð ekki efst á teningnum þegar maður er 15 ára… ;), og núna er verst hvað maður þarf að bíða lengi eftir næsta skammti!…
Og já, það er búið að vera ólíft á svæðinu undanfarna daga vegna hita, búinn að vera um 40 stiga hiti síðan um miðja þessa viku, en þetta á víst að fara að lagast. En á meðan þá er ólíft í íbúðinni okkar milli 18 og 22 á kvöldin, og þess vegna erum við núna að hugsa um að stinga af, fá okkur kvöldmat og hanga síðan bara í bíó! 🙂