Miðvikudagur 2. júlí 2003
Þegar kötturinn er sofandi fara mýsnar að leika sér…
Leiðbeinandinn minn hefur eytt undanförnum tveimur nóttum að hlusta á merki frá gervitunglum sem eru að hringsóla um plánetuna Mars og þar af leiðandi ekki sést í vinnunni á daginn. Til allrar hamingju náðum við Finnur að klára alla krítíska parta í móttökuforritinu áður en hlustunardótið hófst, fyrir utan smá útlitslagfæringar… Við reyndum í gær að bæta því við sem vantaði (tölur á x og y ása), en tölvan fraus (við erum ennþá að vinna “remote”) svo þar með var úti um þá forritunarferð.
Í dag ákvað ég svo að byrja að lesa bók sem heitir Neural Networks eftir einhvern Haykin gæja, þar sem ég þarf að gera lokaverkefni í samnefndum kúrsi (sem er búinn) og ég man ekki alveg út á hvað þetta gekk allt saman. Dagurinn leið því á sófanum í skrifstofunni hennar Erin, þar sem ég ýmist las eða svaf. Kláraði samt fyrsta kaflann… allar 44 blaðsíðurnar!! 🙂