Laugardagur 5. júlí 2003
Vala og Óliver mætt!
Þau hjónakornin komu vel sveitt um fjögur í gær, eftir bílferð dauðans upp Interstate 5 með bilaða loftkælingu. Eftir smá “chill” fórum við smá rúnt um Stanford og svo út að borða. Eftir matinn (mmm… ítalskur ís) keyrðum við um Palo Alto í leit að flottum húsum, og svo um East Palo Alto í leit að ljótum húsum áður en við enduðum hjá Great America garðinum og horfðum á ágætis 4. júlí flugeldasýningu.
Flott dagsins var hins vegar flottasta veganafn sem við höfum rekist á hérna úti, nefnilega “Disk Drive” (!!!)… sem var rétt hjá “Syntax Court” og “Fortran Court”… Nú er bara að leita uppi “Hard Drive” og “Floppy Drive”… 🙂 🙂
Núna er hins vegar Óliver haldinn í seglbrettatúr og við hin erum á leiðinni í Great Mall að spreða peningum í öllum “outlettunum”… 🙂