Þriðjudagur 8. júlí 2003
Allar hurðir lokaðar
(Ok, hver getur sagt mér hvort það séu dyrnar eða hurðirnar sem eru lokaðar?!?! Ég get aldrei munað þetta…) Í dag á að endurtaka “fire inspection” í byggingunni okkar og þá eiga allar skrifstofuhurðir að vera lokaðar því þær eru allar eldvarnarhurðir?!?! Þá skiptir engu máli að þær eru yfirleitt opnar þegar einhver er inni í skrifstofunni… Furðulegt eftirlit það.
Annars erum við sem sé orðin ein í kotinu eftir að Vala og Óliver fóru á sunnudaginn. Rosafínt að fá þau í heimsókn, heilmikið brallað og Vala algjörlega bjargaði púslinu mínu sem er búið að sitja óhreyft á stofuborðinu í 3 vikur (ekkert búið nema ramminn). Núna er þetta komið heillangt á leið og við Sarah tókum meiri að segja góða rispu á sunnudagskvöldið (tréið er búið… 🙂
Núna eyði ég dögunum í að plotta upp gögnin sem söfnuðust í síðustu viku þegar leiðbeinandinn minn vakti þrjár nætur í röð við að hlusta á gervitungl á braut um Mars, ég kláraði fyrstu nóttina í gær, og vonandi næ ég að klára meira í dag.