Laugardagur 19. júlí 2003
Puðað og púlað
Dagurinn fór í að hjálpa Augusto að flytja á kampus. Það var hægara sagt en gert, því hann hefur undanfarið búið einn í 4ra herbergja í búð (já, 3 svefnherbergi) þökk sé lítilli eftirspurn í Stanford íbúðir utan kampus. Hann var því búinn að sanka að sér hrúgum af drasli og húsgögnum, sem hann þarf núna einhvern veginn að koma fyrir í pínkulitlu stúdíóíbúðinni sem hann fékk úthlutað. Hún er svo lítil að þegar maður situr í sófanum þá horfir maður beint á skrifborðið hans og rúmið, og ef maður snýr höfðinum um 90 gráður, þá horfir maður á eldhúsið og útidyrahurðina.
Finnur sem sagt svitnaði við að bera út kassa, og ég og Sarah vorum inni við og tókum til. Ég held ég geti núna tekið mér titilinn “ryksugudrottningin”!! 🙂 En þetta hafðist á endanum (mér er sagt að það sé varla hægt að komast inn í íbúðina fyrir kössum), og um kvöldið bauð hann okkur út að borða.
Og já, ég bætti upp fyrir letina á fimmtudeginum með því að vinna til 20:30 á föstudaginn. Svo nú líður mér betur á sálinni… 🙂