Mánudagur 21. júlí 2003
Stressaður leiðbeinandi snýr aftur
Leiðbeinandinn minn snéri aftur úr 10 daga fjölskylduferð til Flórída, allur frekar stressaður, enda á hann að mæta á “Design Review” fyrir Plútó geimfarið í lok þessarar viku, og fríið fór í að semja endalausar glærur. Ég hins vegar hef ekki spurt hann beint út hvort allt sé ekki í lagi, er bara með minn haus í fastan í Mars-dóti – og í vefdóti! Hann er yfirleitt afskaplega “ligeglad” náungi, svo þetta er svoldið nýtt fyrir mér, en það róast vonandi eitthvað í næstu viku.
En í dag fór ég annars loksins á fund með háu herrunum á deildinni til að ræða deildarvefsíðuna, og það verður seint sagt að þeir hafi haft eitthvað uppbyggilegt að leggja til málanna. En við komumst samt að samkomulagi um smá uppfærslur og skipulagsbreytingar, sem ég eyddi restinni af deginum í að útfæra. Gleði dagsins var hins vegar sú, að þegar ég spurðist fyrir um hvort ég gæti nú ekki fengið eitthvað fyrir minn snúð (hef hingað til verið að vinna þetta algjörlega í óumbeðinni sjálfboðavinnu) þá stakk annar þeirra upp á að ég gæti mögulega fengið rannsóknareiningar með einkunn næsta haust!! 🙂 Ef það gengur eftir þá þarf ég bara að taka einn kúrs í viðbót og klára eitt óhafið-og-þar-með-ólokið lokaverkefni til að vera búin með kúrsaskylduna… Næs! 🙂