Föstudagur 25. júlí 2003
Saumó eftir langa bið
Saumaklúbburinn er eiginlega búin að liggja í dvala í allt sumar, en svo tók hún Lotta sig til og bauð okkur upp í San Fran (a.k.a. Sauðárkrókur, því hver nennir upp í borg á sumrin? Endalaus þoka og ískaldur vindur?!?!) í kvöld. Fundurinn var alveg rosalega vel heppnaður, og við hittum meiri að segja eina “nýja” á svæðinu, hana Láru sem var að flytja hingað með Halldóri (sem vinnur með Snorra hennar Guðrúnar) og 2ja vikna gömlum syni þeirra, honum Flóka Fannari.
Að sjálfsögðu mætti Guðrún líka með sinn 2ja mánaða gamla Baldur, og munurinn á honum og Flóka var ótrúlegur! Baldur var bara eins og risastór hlunkur við hliðina á Flóka sem var svo pínku pínku lítill! 🙂
Við ultum síðan út úr íbúðinni um miðnætti eftir að hafa nærst á frábærum veitingum – og núna er bara að bíða eftir næsta saumó! 🙂