Laugardagur 26. júlí 2003
Fremont dagur
Við sáum fram á að hafa ekkert að gera í dag, svo við höfðum samband við Guðrúnu og Snorra í Fremont og fengum leyfi til að koma í heimsókn og “chilla” langt fram á kvöld! Þegar okkur bar að garði var Snorri nýbúinn að skrúfa síðastu skrúfuna í fína nýja pallinn í garðinum og svo var boðið upp á grillað kjöt og annað gúmmelaði. Um kvöldið spiluðum við Settlers (Hrefnurúst) og Carcasonne (Finnsarúst), ahemm!… Vonandi verðum við ekki sett í heimsóknabann eftir svona háttalag! 🙂
Þegar við vorum við það að skrölta út greip Guðrún mig og sagðist hafa verið alveg jafn furðu lostin yfir karlmönnunum og örlögum þeirra í “Light a Penny Candle” Maeve Binchy bókinni og lánaði mér aðra M.B. bók til að losa mig við óbragðið eftir hana. Alveg merkilegt að rekast á svona bók sem er allt allt öðruvísi en restin af bókunum eftir sama höfund, þær eru nefnilega alveg rosafínar! 🙂