Laugardagur 6. september 2003
R.E.M. RÚLAR! 🙂
Við vorum að koma af alveg frábærlega góðum R.E.M. tónleikum rétt í þessu!! Vúúúhúúúú!!! 🙂 Aldrei þessu vant vorum við ekki í “stúdentasætum”, þ.e. á aftasta bekk, heldur gítarleikaramegin í 9. röð – í svona 15-20 metra fjarlægð frá sviðinu!! Þessi óvenjulega sætaskipan kom til af því að ég er meðlimur í aðdáendaklúbb R.E.M. (jájá, en maður má eiga sér eina uppáhaldshljómsveit!) og meðlimum var boðið að kaupa miða á tónleikana í forsölu… hehe…!! 🙂
En sem sagt – hljómsveitin var í þrusustuði: söngvarinn Michael Stipe var í voða góðu skapi, lék við hvern sinn fingur og eiginlega hvern einasta vöðva líkamans, gítarleikarinn Peter Buck, sem yfirleitt er stóískur með meiru, hoppaði og skoppaði með lappirnar út um allt og bassaleikarinn/hljómborðsleikarinn Mike Mills var kátur líka. Við vorum hins vegar ekki hans “megin” svo við sáum minna af honum. Með í för voru svo þrír auka hljóðfæraleikarar sem voru ekki mikið lýstir upp, en stóðu sig með mikilli prýði. T.d. var hinn hljómborðsleikarinn farinn að nota koll til að spila á píanóið þarna alveg undir lokin þegar “It’s the End of the World As We Know It (And I Feel Fine)” var í toppi! 🙂
Lagavalið var alveg eðal, fullt af gömlum perlum og svo lögum af nýrri plötum sem komu miklu kraftmeiri út “live” en á plötunum. Óvenjulegheit kvöldsins var að Mike Mills söng aðalröddina í “Don’t Go Back To Rockville” á meðan aðalsöngvarinn horfði sposkur á og raddaði með af og til. Djókið er auðvitað það að Mike greyið er ekki mikill söngvari, eiginlega bara frekar vondur söngvari þó svo hann standi sig með mikilli prýði sem bakraddasöngvari. En þetta var svo kátt allt og hamingjusamt að þetta var alveg frábært samt! 🙂
Hmmm… ætli maður muni eftir öðrum lögum..? Begin the Begin var fyrsta lagið, Drive líklega næst, flott Fall On Me var þarna einhvers staðar, Orange Crush var rokk í botn, Animal er nýtt lag og frekar rokkað, The One I Love var skyndilega tekið akústískt = gullfallegt (þeir virtust bara vera að ákveða lagaröðina og flutningsstíl þarna á sviðinu!), Bad Day sem er anti-Bush og nýtt, I’m Sorry lagið fór næstum að meika sens, Daysleeper virkaði (I wooork at niiight…), She Just Wants to Be átti góða spretti, Nighswimming einfalt og gott, Imitation of Life átti góðar stundir, At My Most Beautiful var gullfallegt (dúbb dúbb dúbb dúbb dúúúúúúúú-ahhhhahhhahhh), standardinn Losing My Religion alltaf góður, Walk Unafraid voru geðveik læti og svo held ég að það hafi komið “hlé”, þ.e. endirinn fyrir uppklappið – eða þá að ég er að gleyma hrúgu af lögum sem mér þykir líklegra. Ætli ég grafi ekki upp “sett-lista” á morgun. 🙂
Eftir uppklappið var Everybody Hurts sem allir sungu með. Svo var því lýst yfir að þeir ætluðu að spila lengur en þeir ættu að gera “Because we feel like it!” 🙂 Welcome to the Occupation var sungið fyrir einhvern gæja frá El Salvador sem sagði að það hefði verið “anthem” El Salvador síðustu 10 ár, Country Feedback er og verður mitt uppáhalds R.E.M. lag og Peter Buck fór á kostum þar, svo kom lag sem þeir sögðust ekki hafa spilað í USA síðan 1981 og ég held að heiti Permanent Vacation en það hafði ég aldrei heyrt áður. Ætli It’s the End of the World As We Know It hafi ekki komið þar á eftir – og þar með var söngvarinn Michael Stipe kominn úr öllu að ofan og skoppaði afskaplega kátur um sviðið á meðan allur mannfjöldinn söng með! 🙂
Svona á þetta að vera! 🙂