Mánudagur 22. september 2003
Free Food!
Í dag byrjaði skólaárið hálft í hvoru með “orientation day” þar sem talað var yfir hausamótunum á nýnemunum og þeim gefinn matur. Svo vel vildi til að í þetta sinn varð fullt af mat eftir, og fólkið af skrifstofunni dreifði matarkössunum um rafmagnsverkfræðibygginguna, okkur eldri nemendum til mikillar gleði! Hér var kominn hinn afar eftirsótti “Free Food!“.
Við tókum okkur því til og sorteruðum upp úr kössunum tvo troðfulla innkaupapoka af litlum kartöfluflögupokum sem eiga eftir að koma sér vel, svo hirtum við slatta af ávöxtum og hrúgu af innpökkuðum plasthnífapörum. Þess fyrir utan skildum við eftir kassa af kex-og súkkulaðikökum fyrir “pöpulinn”, ásamt því að fylla ísskápinn af alls konar samlokum, svo ekki sé minnst á pasta- og ávaxtasalötin. Svona eru nú stelpurnar í rafmagninu nýtnar! 🙂
Ljósumál
Þess fyrir utan hringdi ég í ljósmæðurnar í dag og rabbaði aðeins við þær. Niðurstaðan úr því samtali var aðallega að ég ætla að bíða með að gera nokkuð í okkar málum þar til í næstu skoðun sem er 8. október. Þangað til ætla ég að “buffa mig upp” í fæðingarfræðum… 😉