Föstudagur 26. september 2003
Bamm! Föstudagur!
Jújú… gat nú skeð – aftur kominn föstudagur! Sem er fínt, nema núna er eins og maður sé rétt nýstiginn um borð í rússíbana og nú bíður maður bara eftir að hann leggi af stað… Ok, verð að muna að anda! 🙂
TA dæmið er ennþá óleyst – og verður ekki leyst fyrir en í næstu viku – en það á að vera í lagi, því eyðublöðin (sem borga skólagjöldin mín og launin mín) þurfa ekki að vera komin inn í kerfið fyrr en 10. október. Þannig að ég hef smá tíma. Og þann tíma er best að nota með því að óska Hallgrími hjartanlega til hamingju með afmælið í dag! 🙂
Annars er ekkert planað um helgina, líklega verður sofið á morgun, og tekið til á sunnudaginn. Það hefur amk verið mynstrið hingað til. En á eftir ætlum við að blása til samkundu hérna á hæðinni til að reyna að klára allar kartöfluflögurnar sem við björguðum síðasta mánudag… jei! 🙂