Mánudagur 13. október 2003
Bloggað í miðri matseld
Er að bíða eftir að vatnið fyrir hrísgrjónin byrji að sjóða… Erum annars komin heim aftur, komum í gær um sjöleytið eftir rúman 5 klst akstur frá LA. Los Angeles ferðin var voða fín, gaman að heilsa upp á familíuna og svo hitta allt Íslendinga-skóla-gengið á laugardagskvöldinu! 🙂 Núna erum við sem sagt loksins búin að hitta Sollu, Gunna og Arndísi, og höfum þar með hitt alla þá sem eru listaðir undir “dagbækur” hérna til vinstri (ah, well, ég hef hitt alla, Finnur hefur ekki enn rekist á Stellu og Stjána).
(vúpps, þarna sauð vatnið, best að klambra saman ýsu-ofnréttinum, I’ll be right back…)
Við reyndar fréttum á laugardagskvöldinu, að við hefðum misst af aðal “djamminu” sem varð óvart á föstudeginum, en það gengur bara betur næst.
Nú er bara kominn (og næstum farinn) mánudagur, ég þarf að undirbúa mig undir að halda eitt stykki fyrirlestur fyrir Radar kúrsinn á fimmtudaginn (prófessorinn verður í burtu) og en undirbúningurinn gengur heldur hægt, einkum þar sem ég kom heim snemma í dag og lagði mig milli 4 og 6…! Heilsan er annars fín, nára-tognunin lagaðist daginn eftir og maður getur helst yfir því kvartað að vera orðin þyngri en eiginmaðurinn… hrumph! 😉