Mánudagur 27. október 2003
Sumt fólk…
Einn ritarinn á hæðinni ber ábyrgð á því að setja saman lista yfir alla þá sem eru í STAR Lab, og hún sendi mér listann síðasta fimmtudag svo ég gæti sett nema-partinn á netið. Ég trassaði að kíkja á listann þar til í dag, en komst þá að því að blessaður ritarinn hafði ekki haft fyrir því að kíkja neitt sérstaklega vel á listann, eða uppfæra hann að miklu leyti. Ég fann amk 6 manns sem voru hættir, og 10 tölvupóstföng sem voru vitlaus (fékk alla þá pósta í hausinn)!!!
Mikið rosalega fer það í taugarnar á mér þegar fólk vinnur ekki vinnuna sína almennilega…!
Annars fór ég aftur í skoðun í morgun, og var aftur með of háan blóðþrýsting, 80/148, í fyrri atrennu, en 80/130 í þeirri síðari. Þar sem blóðprufan í síðustu viku kom alveg glimrandi út, var mér sagt að taka því rólega (sem ég er greinilega að gera, not) og koma aftur eftir tvær vikur. Þess fyrir utan er ég farin að þyngjast heldur ískyggilega (rúmt kg á einni viku) og ég finn að fæturnir eru eitthvað farnir að bólgna í skónum, svo ég ætla að splæsa á mig eftir-vinnu-notalegu-sundi núna… 🙂