Laugardagur 8. nóvember 2003
Femme-Fest
Kerri var með kvennakvöld í gærkvöldi, þar sem við hittumst u.þ.b. 14 stelpur úr skólanum frá hinum ýmsu löndum, og ræddum allt milli himins og jarðar í fjóra klst í gærkvöldi og borðuðum veitingar með. Það var alveg rosalega gaman, og greinilega löngu kominn tími á svona kvöld, enda erfitt að halda uppi jafn krassandi umræðum yfir hádegisverðarborðinu góða – þó svo við reynum það vissulega stundum! 🙂
Finnur “lék” sér á meðan með Augusto, þeir fóru út að borða (töluðu víst um “tölvumál”) og leigðu síðan Hulk á DVD. Í gær var líka haldið upp á 25 ára afmæli Söruh sem er í dag. 🙂
Annars er planið núna að kíkja kannski í búðir á, ahemm, barnadót – og svo skal haldið í hangikjöt (í boði Elsu og Þráins) heim til Guðrúnar og Snorra! Nammi, namm! 🙂