Þriðjudagur 25. nóvember 2003
Skrifræðisdagur
Endrum og eins þá nær skrifræðið í skottið á manni og það er ekkert hægt að gera nema díla við það… Í dag var svoleiðis dagur. Ég þurfti að hringja í heilsutrygginguna því þeir voru með múkk um að borga dót sem þeir áttu að borga. Við það komst ég að því að ég þarf að tryggja “my future child” innan 30 daga frá fæðingu til að það sé tryggt síðar á lífsleiðinni – en að mín skólatrygging og tryggingin sem það myndi fá eru ekki eins. Þannig skildist mér að barnið væri með $250 “deductible”, 20% af einhverju og $30 dollara “copay” á meðan að ég er ekki með neitt “deductible” og $10 dollara “copay”… Hvað þetta þýðir veit ég ekki alveg, en djö er ég orðin leið á þessu heilsukerfi hérna! 🙁
Síðan þurfti ég að senda formlegt kvartbréf til Visa um að einhver hefði notað kortanúmerið okkar … og til þess þurfti ég löggilt vitni, svokallaðan “notary”. Hjúkketbúkket að einn ritarinn er einmitt svoleiðis! Og hún er núna með þumalputtafingrafar eftir mig í bók hjá sér! Hvað meira? Já, ég rölti á tvo staði til að fá undirskriftir undir umsóknina mína um “Leave of Absence” næsta skólamisseri. Ójá, svo var eitthvað meira bankamaus… #andvarp#…