2003-11-28Uncategorized Standard
Upphitunar-jólin búin
Í gær var “thanksgiving” eða þakkagjörðardagurinn hérna í USA, sem er almennur frídagur. Til að halda upp á daginn fórum við til Guðrúnar og Snorra þar sem við hittum fleiri Íslendinga, átum á okkur gat og spiluðum Pictionary. Reyndar var voða skrítið að halda upp á svona útlenska hátíð, þetta var eiginlega bara eins og upphitunar-jól! Sérstaklega var skrítið að keyra til þeirra, því maður sá alveg fyrir sér að eftir mánuð (þegar alvöru jólin koma) þá eru allar líkur á því að veðrið verði alveg eins: kyrrt, léttskýjað, og 15 stiga hiti…
Í dag er svo líka frí! Jibbííí! 🙂