Fimmtudagur 4. desember 2003
NST
Fór í morgun í non-stress-test #2, og það gekk bara vel. Hjartsláttur barnsins fékk kommentið “beautiful” og blóðþrýstingsmælingarnar voru 158/94 og svo 145/72. Það hefði getað verið verra. Svo vildu þær endilega mæla vökvamagnið hjá barninu svo mér var skellt í óvæntan sónar! Á staðnum var ein að læra á græjurnar, svo hún potaðist um, og það fékkst staðfest að hérna væri um stelpu að ræða. Hausinn snýr niður, aðallega á hlið en kannski aðeins fram á við (það hlýtur að lagast) og þær virtust ánægðar með vökvamagnið, svo ég fékk að fara heim.
Málið með að vera með háan blóðþrýsting (án þess að vera með meðgöngueitrun) er víst að fylgjan getur fengið minna blóð, og þar með búið til minni vökva. Þess vegna vilja þær fylgjast með honum líka. Í næstu viku er svo “growth scan” sónar, þar sem mig grunar að þeir mæli fullt af dóti… en á móti kemur að þessar “growth scan” eru frægar fyrir ónákvæmni, sérstaklega þegar langt er liðið á meðgönguna svo við ætlum ekki að taka því neitt of hátíðlega. Við vonumst bara eftir að fá myndir! 🙂